top of page

Trúnaður

og meðferð upplýsinga

Leynd gagna

Versa vottun ber fulla ábyrgð á öryggi þeirra gagna sem skráð eru um viðskiptavini fyrirtækisins og skal tryggja leynd og réttleika gagna í hvívetna. Ábyrgð Versa vottunar á leynd gagna um viðskiptavini nær einnig til upplýsinga sem mögulega þarf að afhenda ytri aðila (verktaki við úttekt, stjórnvöld eða annað). 

Trúnarðaryfirlýsing

Starfsmenn Versa vottun skrifa undir trúnarðaryfirlýsingu til að tryggja trúnað gagnvart viðskiptavinum sínum. Trúnaður á við um allt það sem starfsmenn Versa vottunar verða áskynja um í úttektum en einnig þau gögn sem skráð eru um viðskiptavini hvort sem er í úttekt eða vegna frekari vinnslu á gögnum á starfsstöð Versa vottunar eða annars staðar. Upplýsingar um visðkiptavin sem koma annars staðar frá, s.s.aðila sem leggur fram kvörtun eða stjórnvöldum, á einnig að meðhöndla eins og aðrar trúnaðarupplýsingar.

 

Upplýst samþykki

Versa vottun skal upplýsa viðskiptavini fyrir fram hvaða gögn verða birt opinberlega (t.d. á vefsíðu Versa vottunar). Öll önnur gögn um viðskiptvininn skal líta á sem trúnaðargögn, þ.e. allt það sem skráð verður um hann hjá Versa vottun. Engin gögn um viðskiptavininn verða afhent ytri aðila nema með skriflegu samþykki hans nema slíkt sé heimilt skv. lögum. 

 

Lagakröfur

Þegar Versa vottun er krafin, samkvæmt lögum eða leyft út frá samningi (t.d. við faggildingarsvið), að gefa upp trúnaðarupplýsingar mun viðskiptavinurinn eða sá einstaklingur sem málið varðar, vera látinn vita nema að lög hindri það.

bottom of page