top of page

​Ákvörðun um vottun, ógildingu og afturköllun 

Kröfur til vottaðra viðskiptavina 

Þegar vottunarúttekt (stig 2)/endurvottunarúttekt er lokið með meðmælum úttektarstjóra um vottun og viðskiptavinur hefur leyst úr öllu ósamræmi þá fer málið í hendur vottunarnefndar. Nefndi hefur tvær vikur til að fara yfir úttektarskýrsluna og öll viðeigandi gögn til að tryggja að öll vinna sem fallið hefur til hafi verið framkvæmd í samræmi við ferla Versa vottunar og faggildingarreglur. Hér að neðan er yfirlit yfir ákvörðunarferlið. 

 

PCD-0020 Cerrtification decision (Ísl).png

​Ógilding og afturköllun

Það er ávallt á ábyrgð vottaðra viðskiptavina að tryggja að stjórnunarkerfið viðhaldi stöðugt þeim árangri sem stefnt var að við innleiðingu stjórnkerfisstaðalsins ásamt því að viðhalda samræmi við þær kröfur sem gerðar eru til vottaðra aðila samkvæmt viðkomandi stjórnunarstaðli og viðeigandi lagalegum kröfum ásamt Reglum um vottun og Reglum um notkun á vottunarmerki frá Versa vottun.

 

Ef misbrestur verður á því getur verið að Versa vottun þurfi að grípa til aðgerða til að tryggja að leiðréttingar verði gerðar á stjórnunarkerfinu. Eftirfarandi ferill, ógildingar og afturköllunar vottunar, lýsir ferlinu sem fer af stað ef viðskiptavinir bregðast ekki við meiriháttar ósamræmi á viðeigandi eða fullnægjandi máta.

Suspending, reducing and withdrawing (ÍSL).png
bottom of page