top of page

Þjálfun og stuðningur

Undirbúningsnámskeið fyrir innleiðingu á stjórnunarkerfi

Versa Vottun býður upp á undirbúningsnámskeið fyrir innleiðingu á þeim stöðlum sem vottaðir eru hjá Versa vottun. Á námskeiðinu er m.a. farið yfir kröfur viðkomandi staðals út frá almennum sjónarmiðum til að skýra hvað felst í kröfum hans og hvernig hægt er að mæta kröfunni m.t.t. bestu leiða sem skipulagsheildir hafa notaða með góðum árangir.

Úttektaraðilar Versa Vottunar hafa sérfræðimenntun og reynslu á sviði stjórnunar og stefnumótunar og eru námskeið okkar hönnuð og kennd á þann hátt að þau sem sitja námskeiðin geta sjálf yfirfært þá þekkingu sem þau öðlast yfir á starfsemi sína og búið til stjórnunarkerfi sem hentar og er viðeigandi fyrir þeirra starfsemi og mannauð.
 

Í boði er að sækja námskeið í húsakynnum Versa Vottunar eða að fá sérfræðinga Versa vottunar til að halda námskeið á starfsstöð viðskiptavinar. Verðin miðast við að námskeiðið sitji þeir lykilaðilar sem koma að jafnlaunakerfi skipulagsheildarinnar, 3-10 aðilar.

Öll starfsemi Versa vottunar þarf að vera í samræmi við kröfur samræmisstaðalsins ISO/IEC 17021-1:2015.

Ein af kröfum þess staðals er að úttektarmenn vottunaraðila taki ekki þátt í vali á aðferðum sem notaðar eru við innleiðingu og rekstur þeirra stjórnunarkerfa sem þeir taka út.

Í kafla þrjú í staðlinum, skilyrði og skilgreiningar, undir lið 3.3 er sett fram skilgreining á hvað telst samráð (Consult). Þar sett fram eftirfarandi upplýsingar og dæmi:

Samráð er skilgreint sem: Þátttaka í að hanna búa til, innleiða og viðhalda stjórnunarkerfi.


Dæmi um samráð:
1: Undirbúa og búa til sérsniðnar handbækur og verkferla. 
2: Veita sértæk ráð, leiðbeiningar eða lausnir varðandi þróun og innleiðingu á stjórnunarkerfinu.

Undir athugasemdum er tekið fram að: Skipulagning og framkvæmd þjálfunar eða fræðslu fellur ekki undir samráð að því gefnu að sú þjálfun/fræðsla sem veitt er, og fjallar um stjórnunarkerfi og úttektir, sé bundinn við almennar upplýsingar þ.e.a.s að þjálfarinn/kennarinn bjóði ekki upp á sérsniðnar lausnir miðaðar að þörfum einstakra viðskiptavina.

Að veita almennar upplýsingar sem eru ekki sérsniðar fyrir viðskiptavini (Advice), með það að markmiði að bæta ferla og kerfi, er ekki talið falla undir samráð. Slíkar upplýsingar geta innifalið:

  • Að útskýra þýðingu og ásetning vottunarviðmiða;

  • Að bera kennsl á tækifæri til umbóta;

  • Að útskýra tengdar kenningar, aðferðarfræði, tækni og tól;

  • Að deila upplýsingum um tengdar bestu starfsvenjur (e. best practice) sem eru ekki trúnaðarmál;

  • Aðrar hliðar stjórnunar sem falla ekki undir stjórnunarkerfið sem verið að votta.

(ÍST EN ISO 17021-1:2015. Samræmismat - Kröfur til stofnana sem annast úttektir og vottun stjórnunarkerfa. Kafli 3.3, bls. 2)

bottom of page