top of page

Saga launajafnréttis á Íslandi

frá 1961 til 2017

Yfirlitsmyndin hér að neðan sýnir tímalínu laga sem samþykkt hafa verið á Alþingi til að auka jafnrétti kynjanna frá því að fyrstu lögin um launajöfnuð voru samþykkt árið 1961og þar til lögin um jafnlaunavottun voru sett árið 2017. Lögin um launajöfnun fólu í sér markvissar aðgerðir yfir sex ára tímabil þar sem launa kvenna voru hækkuð í skrefum yfir sex ára tímabil til jafns við laun karla. Lögunum var ætlað að brúa bilið en árið 1975, 14 árum síðar, var enn langt í land og tóku konur þá málin í sínar hendur en þann 24. október það ár tóku 90% útivinnandi kvenna sér frí til að krefjast jafnréttist á vinnumarkaði. Þessar aðgerðir skiluðu konum fyrstu jafnréttisllögunum, lögum um jafnrétti kvenna og karla nr. 78/1976.


Myndin sýnir gróft yfirlit yfir helstu atrið sem bætt hefur verið inn í lögin þar til lög nr. 56/2017 um breytingar á jafnléttislögum voru samþykkt árið 2017 en þær fela í sér kröfu um vottun jafnlaunakerfa fyrir allar skipulagsheildir með 25 starfsmenn eða fleiri.

Lög um launajafnrétti.png
bottom of page