

Faggilding og atvinnugreinar
Tilgangur vottunar er að skapa traust meðal viðeigandi hagsmunaaðila með því að sannreyna að tiltekið stjórnunarkerfi uppfylli ákveðnar kröfur. Gildi vottunar er því falið í þeirri sannfæringu eða trausti sem skapast af hlutlausu og faglegu mati þriðja aðila. Faggilding er ferli til að skapa traust vottunarstofa og er veitt á grundvelli þeirra atvinnugreina sem vottaðir viðskiptavinir falla undir.
Í dag hefur Versa vottun hlotið alþjóðlega faggildingu hjá Swedac til að votta gæðastjórnunarkerfi byggð á ISO 9001 staðlinum. Það er markmið Versa vottunar að sækjast eftir faggildingu í þeim atvinnugreinum sem viðskiptavinir Versa vottun falla undir. Atvinnugreinaflokkunin er skilgreind af International Accreditation Forum (IAF) og byggir á ÍSAT kóðum skráðum hjá Rsk. Faggildingin nær í dag til eftirfarandi atvinnugreina.
Atvinnugreinar:
-
Flutningar og úrgangsstjórnun og önnur opinber þjónusta
-
Framleiðsla á Gasi, rafmagni og vatni
-
Framleiðsla á timburvörum
-
Framleiðsla á járni, stáli og járnblendi
-
Smásala á járni og byggingavöru
-
Framleiðsla á efnum, efnavöru og trefjum
-
Heild- og smásöluverslun; Viðgerðir á vélknúnum ökutækjum, mótorhjólum og einka- og heimilisvörum