top of page

Ferlar

Frá úttekt til vottunar

Ferli úttektar.png


Versa vottun tryggir að sá sem tekur ákvörðun um hvort veita eigi vottun eða synja, víkka eða þrengja umfang vottunar, ógilda eða endurnýja vottun sé hæfur til þess og að hann sé ekki sami aðili og framkvæmdi úttektina.

Áður en ákvörðun er tekin um hvort veita eigi vottun eða synja, víkka eða þrengja umfang vottunar, ógilda eða endurnýja vottun þarf að yfirfara eftirfarandi þætti:

 

  • Að upplýsingar frá úttektarteymi sé fullnægjandi og séu í samræmi við vottunarkröfur og umfang vottunar

  • Búið sé að leiðrétta öll skráð frávik og gera ráðstafanir til að koma í veg fyrir frekari frávik

  • Fyrirliggi plan frá viðskiptavini um leiðréttingu á athugasemdum og hvernig eigi að koma í veg fyrir að þær endurtaki sig

 

Sá sem tekur ákvörðun um vottun byggi ákvörðun sína út frá eftirfarandi upplýsingum sem viðkomandi fær frá úttektaraðilanum:

 

  • Úttektarskýrslunni

  • Athugasemdum um misræmi og, þar sem við á, leiðréttingar og úrbætur sem viðskiptavinurinn hefur gert

  • Upplýsingum sem vottunarstofan fékk frá viðskiptavininum þegar hann sótti um úttekt

  • Staðfestingu á að markmið vottunarinnar hafi verið náð

  • Umsögn um hvort eigi að veita eða synja vottun, ásamt athugasemdum eða uppgötvunum sem komu í ljós í úttektarferlinu

Ferli vottunar.png

Heildarvottunarferillinn (íslensk þýðing kemur von bráðar :)

Certifiation cyckle.png
bottom of page